Yfir hundrað milljónir í tekjur af lyftuferðum í Hallgrímskirkju árlega Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2015 14:34 Horft yfir borgina. Fjórðungur þeirra sem koma til að skoða Hallgrímskirkju fara uppí turn. Og það reynist kirkjunni drjúg tekjulind. visir/pjetur Án þess að lítið sé gert úr átroðningi ferðamanna við Geysi og Gullfoss er það engu að síður svo að flestir erlendir ferðamenn koma og eru í miðborg Reykjavíkur. Ekki er óvarlegt að ætla að flestir þeir sem koma til Reykjavíkur komi við á Skólavörðuholtinu og skoði helsta kennileiti landsins: Hallgrímskirkju.Tekjurnar koma sér velÁrsreikningur Hallgrímskirkju fyrir árið 2014 er í vinnslu en árið 2013 komu 450 þúsund manns í kirkjuna, sem þýðir að 1.200 manns komu að meðaltali til að skoða kirkjuna dag hvern. Fjórðungur þeirra fer í turninn og árið 2013 fóru 114 þúsund gestir upp með lyftunni til að skoða sig um. Gjald fyrir ferð upp með lyftunni fyrir fullorðna er 800 krónur sem er stærstur hluti ferðamanna. Þetta þýðir einfaldlega að tekjur sem kirkjan hefur af slíkum ferðum nemur tugum milljóna króna, allt að 90 milljónum króna. „Ég áætla að aukning ferðamann árið 2014 sé að minnsta kosti 20 prósent,“ segir Jónanna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Það þýðir þá að í fyrra hafa bæst allt að 18 milljónir við þessar tekjur. Jónanna bendir á að allir fjármunir sem koma af turngjaldi fari í rekstur þessa stóra húss sem Hallgrímskirkja er, svo sem viðhald, hita, rafmagn, laun og afborgun lána sem voru í árslok 2014 um 400 milljónir króna. Og áætlaður kostnaður við viðhald kirkjunnar eru 35 milljónir króna fyrir árið 2015.Stórglæsilegt útsýni er úr turni Hallgrímskirkju.visir/pjeturGuðshús og ferðamannaþjónustu Jónanna segir nú unnið að því að setja upp sérstakan talningabúnað svo hægt verði að segja nákvæmlega til um það hver fjöldinn er sem kemur í kirkjuna ár hvert. Hún segir það vissulega rétt að hinn mikli ferðamannastraumur setji mark sitt á starfsemina, og líkist á stundum meira því sem einkennir ferðaþjónustu fremur en það að halda utan um guðshús. „Ekki er hægt að segja annað. Og það er komið til að vera. Meðan þessi straumur ferðamanna er til landsins, hversu lengi sem það endist? En, Ísland er náttúrlega mjög vinsæll ferðamannastaður, það vita allir. Tala nú ekki um hér í miðborginni.“ Þau í Hallgrímskirkju meta það sem svo að fjöldinn sem kemur nú, að vetrardegi, til að skoða kirkjuna, sé á við það sem var á háannatíma yfir sumar fyrir tveimur árum. Slík er aukningin. „Já, það er töluverð aukning. Meiri aukning núna í janúar, febrúar og mars en var í fyrra. Reyndar var mikið af ferðamönnum í janúar í fyrra en það datt niður í febrúar og mars. Mikið er um að hópar, skólahópar, komi erlendis frá,“ segir Jónanna.Uppi í turni Hallgrímskirkju, en þangað leggja ferðamenn gjarnan leið sína.visir/pjeturKirkjan hefur mikið aðdráttaraflFramkvæmdastjórinn segir það einfaldlega svo að tekjur af turnferðunum geri þeim kleift að halda kirkjunni opinni eins lengi og raun ber vitni, frá níu til fimm alla daga. „Já, þetta er orðinn mikill ferðamannastaður, því er ekki að leyna. Hún hefur mikið aðdráttarafl kirkjan,“ segir Jónanna. Hún bendir á að þegar athafnir á borð við útfarir eru þá sé náttúrlega kirkjunni lokað: „Helgihaldið gengur fyrir öllu hér.“ Fréttastofa greindi í hádeginu frá könnun sem Reykjavíkurborg lét framkvæma þar sem mæld er afstaða borgarbúa erlendra ferðamanna. Fram kemur að afstaðan er almennt fremur jákvæð, hátekjufólk er jákvæðara en aðrir í garð ferðamanna. Og þá skera Framsóknarmenn í Reykjavík sig einhverra hluta vegna úr: Þeir eru áberandi minna hrifnir af erlendum ferðamönnum en fylgismenn annarra flokka. Aðeins 36 prósent Framsóknarmanna eru jákvæðir í þeirra garð þegar rúm 45 prósent annarra flokka eru jákvæð. Einkum tekur Samfylkingarfólk ferðmönnum fagnandi, jákvæðir þar eru um 55 prósent.Þessu tengt kemur meðal annars fram, í nýrri skoðunarkönnun fyrir Reykjavíkurborg um viðhorf til erlendra ferðamanna, að Framsóknarmenn í Reykjavík eru áberandi minna hrifnir af erlendum ferðamönnum en aðrir. Þá er hátekjufólk jákvæðara en hinir tekjulægri. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Án þess að lítið sé gert úr átroðningi ferðamanna við Geysi og Gullfoss er það engu að síður svo að flestir erlendir ferðamenn koma og eru í miðborg Reykjavíkur. Ekki er óvarlegt að ætla að flestir þeir sem koma til Reykjavíkur komi við á Skólavörðuholtinu og skoði helsta kennileiti landsins: Hallgrímskirkju.Tekjurnar koma sér velÁrsreikningur Hallgrímskirkju fyrir árið 2014 er í vinnslu en árið 2013 komu 450 þúsund manns í kirkjuna, sem þýðir að 1.200 manns komu að meðaltali til að skoða kirkjuna dag hvern. Fjórðungur þeirra fer í turninn og árið 2013 fóru 114 þúsund gestir upp með lyftunni til að skoða sig um. Gjald fyrir ferð upp með lyftunni fyrir fullorðna er 800 krónur sem er stærstur hluti ferðamanna. Þetta þýðir einfaldlega að tekjur sem kirkjan hefur af slíkum ferðum nemur tugum milljóna króna, allt að 90 milljónum króna. „Ég áætla að aukning ferðamann árið 2014 sé að minnsta kosti 20 prósent,“ segir Jónanna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Það þýðir þá að í fyrra hafa bæst allt að 18 milljónir við þessar tekjur. Jónanna bendir á að allir fjármunir sem koma af turngjaldi fari í rekstur þessa stóra húss sem Hallgrímskirkja er, svo sem viðhald, hita, rafmagn, laun og afborgun lána sem voru í árslok 2014 um 400 milljónir króna. Og áætlaður kostnaður við viðhald kirkjunnar eru 35 milljónir króna fyrir árið 2015.Stórglæsilegt útsýni er úr turni Hallgrímskirkju.visir/pjeturGuðshús og ferðamannaþjónustu Jónanna segir nú unnið að því að setja upp sérstakan talningabúnað svo hægt verði að segja nákvæmlega til um það hver fjöldinn er sem kemur í kirkjuna ár hvert. Hún segir það vissulega rétt að hinn mikli ferðamannastraumur setji mark sitt á starfsemina, og líkist á stundum meira því sem einkennir ferðaþjónustu fremur en það að halda utan um guðshús. „Ekki er hægt að segja annað. Og það er komið til að vera. Meðan þessi straumur ferðamanna er til landsins, hversu lengi sem það endist? En, Ísland er náttúrlega mjög vinsæll ferðamannastaður, það vita allir. Tala nú ekki um hér í miðborginni.“ Þau í Hallgrímskirkju meta það sem svo að fjöldinn sem kemur nú, að vetrardegi, til að skoða kirkjuna, sé á við það sem var á háannatíma yfir sumar fyrir tveimur árum. Slík er aukningin. „Já, það er töluverð aukning. Meiri aukning núna í janúar, febrúar og mars en var í fyrra. Reyndar var mikið af ferðamönnum í janúar í fyrra en það datt niður í febrúar og mars. Mikið er um að hópar, skólahópar, komi erlendis frá,“ segir Jónanna.Uppi í turni Hallgrímskirkju, en þangað leggja ferðamenn gjarnan leið sína.visir/pjeturKirkjan hefur mikið aðdráttaraflFramkvæmdastjórinn segir það einfaldlega svo að tekjur af turnferðunum geri þeim kleift að halda kirkjunni opinni eins lengi og raun ber vitni, frá níu til fimm alla daga. „Já, þetta er orðinn mikill ferðamannastaður, því er ekki að leyna. Hún hefur mikið aðdráttarafl kirkjan,“ segir Jónanna. Hún bendir á að þegar athafnir á borð við útfarir eru þá sé náttúrlega kirkjunni lokað: „Helgihaldið gengur fyrir öllu hér.“ Fréttastofa greindi í hádeginu frá könnun sem Reykjavíkurborg lét framkvæma þar sem mæld er afstaða borgarbúa erlendra ferðamanna. Fram kemur að afstaðan er almennt fremur jákvæð, hátekjufólk er jákvæðara en aðrir í garð ferðamanna. Og þá skera Framsóknarmenn í Reykjavík sig einhverra hluta vegna úr: Þeir eru áberandi minna hrifnir af erlendum ferðamönnum en fylgismenn annarra flokka. Aðeins 36 prósent Framsóknarmanna eru jákvæðir í þeirra garð þegar rúm 45 prósent annarra flokka eru jákvæð. Einkum tekur Samfylkingarfólk ferðmönnum fagnandi, jákvæðir þar eru um 55 prósent.Þessu tengt kemur meðal annars fram, í nýrri skoðunarkönnun fyrir Reykjavíkurborg um viðhorf til erlendra ferðamanna, að Framsóknarmenn í Reykjavík eru áberandi minna hrifnir af erlendum ferðamönnum en aðrir. Þá er hátekjufólk jákvæðara en hinir tekjulægri. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira