Beið á meðan aðalkeppinauturinn stóð aftur upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 08:00 Sævar Birgisson. Vísir/Ernir Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58 Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Sjá meira
Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58
Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Sjá meira