Tesla má selja bíla beint í New Jersey Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:51 Tesla Model S. Tesla hefur átt í miklu stríði við hin ýmsu ríki Bandaríkjanna að fá leyfi til að selja bíla sína beint til viðskiptavina. Þar í landi eru bílasölur verndaðar í flestum ríkjum og bílaframleiðendur hafa ekki leyfi til að selja bíla sína beint til kaupenda. Tesla hefur barist hatrammlega gegn þessu og hefur nú náð árangri í New Jersey sem ætti að tryggja þann möguleika að selja beint bíla til íbúa New York og nágrennis. Elon Musk, forstjóri Tesla hefur úttalað sig um þá forneskju sem núverandi lög eru að leyfa ekki öllum þeim bílaframleiðendum sem vilja selja bíla sína beint til kaupenda og hefur sagt að þessi lög minni á bannárin sem tryggðu mafíunni sinn sess í viðskiptum þar. Þessi lög, segja ráðamenn á móti að tryggi kaupendum bíla vernd fyrir bílafamleiðendum en Elon Musk hefur bent á að fátt sé bílaframleiðendum fjarri en að svíkja kaupendur sína á nokkurn hátt. Þvert á móti sé vernd kaupenda frá bílasölum það sísta sem vakir fyrir þeim. Musk á enn eftir að há marga hildina gegn einstökum ríkjum, en fá þeirra hafa leyft Tesla, né öðrum bílaframleiðendum, að selja bíla sína beint til kaupenda. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Tesla hefur átt í miklu stríði við hin ýmsu ríki Bandaríkjanna að fá leyfi til að selja bíla sína beint til viðskiptavina. Þar í landi eru bílasölur verndaðar í flestum ríkjum og bílaframleiðendur hafa ekki leyfi til að selja bíla sína beint til kaupenda. Tesla hefur barist hatrammlega gegn þessu og hefur nú náð árangri í New Jersey sem ætti að tryggja þann möguleika að selja beint bíla til íbúa New York og nágrennis. Elon Musk, forstjóri Tesla hefur úttalað sig um þá forneskju sem núverandi lög eru að leyfa ekki öllum þeim bílaframleiðendum sem vilja selja bíla sína beint til kaupenda og hefur sagt að þessi lög minni á bannárin sem tryggðu mafíunni sinn sess í viðskiptum þar. Þessi lög, segja ráðamenn á móti að tryggi kaupendum bíla vernd fyrir bílafamleiðendum en Elon Musk hefur bent á að fátt sé bílaframleiðendum fjarri en að svíkja kaupendur sína á nokkurn hátt. Þvert á móti sé vernd kaupenda frá bílasölum það sísta sem vakir fyrir þeim. Musk á enn eftir að há marga hildina gegn einstökum ríkjum, en fá þeirra hafa leyft Tesla, né öðrum bílaframleiðendum, að selja bíla sína beint til kaupenda.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent