Stig mætti á skriðdreka með milljón undirskriftir Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 14:39 Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent
Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent