„Það er nú eitthvað gott í þeim öllum, myndi ég segja. Ég er nú búinn að skoða þá held ég alla, - og mjög vel suma. En mér finnst nú kannski eins og Bustarfell sé nú sá bær, af þessum varðveittu bæjum, sem mér finnst nú vera kannski, - ég segi ekki að hann beri af, - en það er allavega sá bær, að mér finnst, sem hefur ennþá sálina. Það er einhver sál í Bustarfelli sem ég finn kannski ekki fyrir í öðrum söfnum,“ sagði Hannes.

„Hann er mjög glæsilegur og svona reisulegur á allan hátt. Það er einhver hlýja í honum sem maður finnur ekki fyrir víða annarsstaðar.“
Fyrir fjórum árum sýndi Stöð 2 fréttina um torfbæinn að Bustarfelli sem sjá má hér að ofan. Hér má svo sjá þáttinn „Um land allt“ um torfbæina. Þáttinn má einnig sjá í endursýningu á Stöð 2 á morgun, sunnudag, kl. 16.10.