Körfubolti

Malaga tyllti sér á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór skoraði þrjú stig gegn Tenerife í dag.
Jón Arnór skoraði þrjú stig gegn Tenerife í dag. vísir/getty
Unicaja Malaga, lið Jón Arnórs Stefánssonar, tyllti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með öruggum sigri á Iberostar Tenerife í dag. Lokatölur 71-89, Malaga í vil.

Malaga hafði yfirhöndina allt frá byrjun í leik dagsins en staðan eftir 1. leikhluta var 17-30, Malaga í vil.

Í hálfleik munaði 16 stigum á liðunum, 37-53, og eftir 3. leikhluta var munurinn kominn upp í 21 stig, 49-70. Tenerife lagaði stöðuna í lokaleikhlutanum en sigur Malaga var aldrei í hættu.

Jón Arnór hafði hægt um sig; spilaði 13 í mínútur og skoraði þrjú stig. Hann hitti úr eina þriggja stiga skotinu sem hann reyndi í leiknum.

Real Madrid getur náð Malaga að stigum á toppi deildarinnar með sigri á Murcia síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×