Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2015 16:51 Íslandsmeistarar í öllum flokkum. Mynd/Fimleikasamband Íslands Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu. Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Sjá meira
Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu.
Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Sjá meira