Körfubolti

Frank Aron með Oklahoma í 16 liða úrslitin | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frank Aron Booker hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum.
Frank Aron Booker hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. vísir/getty
Frank Aron Booker, leikmaður Oklahoma Sooners í bandaríska háskólakörfuboltanum, átti flottan leik fyrir sína menn þegar þeir komust í 16 liða úrslit NCAA-mótsins sem allt snýst um vestanhafs þessa dagana.

Frank Aron er sonur Francs Bookers sem spilaði með ÍR, Val og Grindavík á árunum 1991 til 1995. Hann er gjaldgengur í íslenska landsliðið og gaf það út á dögunum að hann vildi fara með strákunum okkar til Berlínar á EM í sumar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á leiktíðinni sem Frank Aron spilar vel og í raun langt frá því. Þessi tvítugi bakvörður hefur spilað vel alla leiktíðina og var valinn maður leiksins þegar Oklahoma vann Texas Tech í lok febrúar.

Hann kom sterkur inn af bekknum í 32 liða úrslitunum í gær þegar Oklahoma vann Dayton Flyers, 72-66, í 32 liða úrslitum mótsins.

Frank Aron spilaði 20 mínútur, skoraði tólf stig og hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Hann var þriðji stigahæstur í liðinu á eftir byrjunarliðsmönnunum Buddy Hield (15) og Jordan Woodard (16).

Oklahoma mætir Michigan State Spartans á föstudaginn sem verður hörkuleikur en MSU-liðið er talið sigurstranglegra.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×