Enn ein ný útgáfa Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 11:31 Range Rover Sport HSE. Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent
Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent