Almyrkvi verður á vesturhluta Íslands árið 2026 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2015 16:50 Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni. Vísir/GVA Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva. Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Sólmyrkvinn í seinustu viku vakti vægast sagt mikla athygli hér á landi, sem og um allan heim, og margir eru væntanlega orðnir spenntir fyrir næsta sólmyrkva sem verður þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn sem varð núna á föstudaginn var almyrkvi sem sást í Færeyjum og á Svalbarða en ferill myrkvans lá um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands. Hér á landi sást því deildarmyrkvi en tunglið huldi 97,5% sólar í Reykjavík og 99,4% á Austurlandi. Árið 2026 mun hins vegar sjást almyrkvi á Íslandi. Samkvæmt svari á vef Vísindavefsins við spurningunni hvar verði best að vera á landinu mun ferill skuggans sem fellur á jörðina liggja yfir vesturhluta Íslands. Það verður því bara hægt að sjá almyrkva á vestasta hluta landsins en annars staðar verður deildarmyrkvi. Almyrkvi verður á svæðinu milli bláu línanna á myndinni.Mynd/Nasa „Myrkvinn stendur mislengi yfir, lengur eftir því sem vestar dregur. Sem dæmi þá mun almyrkvinn standa í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi, vestasta odda landsins, í 1 mínútu og 36 sekúndur á Ísafirði en 1 mínútu og 10 sekúndur í Reykjavík. Á Akureyri sést deildarmyrkvi og mun tungl hylja 97,9% af þvermáli sólar þaðan séð. Á Norðfirði mun tungl hylja 95% af þvermáli sólar,“ segir í svari Vísindavefsins. Það verður því almyrkvi í Reykjavík en miðað við spennuna í kringum seinasta myrkva má ætla að fjöldi fólks leggi leið sína á vestasta odda landsins, Látrabjarg, til að upplifa sem lengstan almyrkva.
Sólin Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tengdar fréttir Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00 Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Símtöl frá leikskólastjórum særðu mest en ferðaþjónustuaðilar voru einnig ósáttir við Sævar Helga Bragason. 23. mars 2015 11:00
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25