Hefur áhyggjur af því að Geysissvæðið verði „geld kýr“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. mars 2015 21:54 Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira