Rúnar Kristinsson um 6-1 tap: Menn þurfa að koma hausnum í stand Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 16:45 Rúnar Kristinsson hefur leik í norsku úrvalsdeildinni 7. apríl. mynd/skjáskot af vef LSK.no Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira