Óþekkur ökunemi Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 09:40 Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan). Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan).
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent