Óku Jaguar bíl á vírum yfir Thames Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 12:13 Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent
Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent