Sækja þarf vinnuafl að utan Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Hugsa þarf fyrir því hvernig á að manna þúsundir starfa sem fylgja sífelldri fjölgun ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira