Walker kláraði dæmið á TPC San Antonio 29. mars 2015 23:15 Walker getur ekki hætt að sigra. Getty Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira