Mercedes Benz GLC fær mýkri línur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 11:26 Mikið breytt útlit frá síðasta GLK-bíl. Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent
Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent