Sjöundi bíll Porsche á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 14:58 Porsche 911 Turbo S. Porsche framleiðir í dag Cayenne, Macan, Panamera, Boxster/Cayman, 911 og 918 Spyder bílana. Haft var eftir forráðamönnum Porsche í gær að stutt væri í að Porsche kynnti sjönda bíl sinn, en án þess að láta nokkuð uppi um hvernig sá bíll kemur til með að vera. Ýmsar getgátur eru að sjálfsögðu uppi. Sumir vilja meina að um sé að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, aðrir Shooting Brake útgáfu af Panamera bílnum og enn aðrir að það verði bíll sem brúar verðbilið milli Porsche 911 Turbo S og 918 Spyder, bíll sem ætti að keppa við Ferrari bíla. Porsche fyrirtækinu gengur ógnarvel þessa dagana og hagnaðist sem aldrei fyrr í fyrra og seldi fleiri bíla en nokkru sinni, eða 189.849 bíla. Porsche ætlar að selja yfir 200.000 bíla í ár og væntir mjög vaxandi sölu í Kína og Bandaríkjunum, auk þess sem í ár er fyrsta heila árið sem Macan er í sölu, en hann var kynntur til leiks í apríl í fyrra. Porsche seldi 34% fleiri bíla í febrúar í ár en í fyrra og byrjar árið frábærlega. Eftirspurn eftir lúxusbílum í heiminum fer nú stórvaxandi og gott gengi þeirra allra í fyrra er til vitnis um það. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent
Porsche framleiðir í dag Cayenne, Macan, Panamera, Boxster/Cayman, 911 og 918 Spyder bílana. Haft var eftir forráðamönnum Porsche í gær að stutt væri í að Porsche kynnti sjönda bíl sinn, en án þess að láta nokkuð uppi um hvernig sá bíll kemur til með að vera. Ýmsar getgátur eru að sjálfsögðu uppi. Sumir vilja meina að um sé að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, aðrir Shooting Brake útgáfu af Panamera bílnum og enn aðrir að það verði bíll sem brúar verðbilið milli Porsche 911 Turbo S og 918 Spyder, bíll sem ætti að keppa við Ferrari bíla. Porsche fyrirtækinu gengur ógnarvel þessa dagana og hagnaðist sem aldrei fyrr í fyrra og seldi fleiri bíla en nokkru sinni, eða 189.849 bíla. Porsche ætlar að selja yfir 200.000 bíla í ár og væntir mjög vaxandi sölu í Kína og Bandaríkjunum, auk þess sem í ár er fyrsta heila árið sem Macan er í sölu, en hann var kynntur til leiks í apríl í fyrra. Porsche seldi 34% fleiri bíla í febrúar í ár en í fyrra og byrjar árið frábærlega. Eftirspurn eftir lúxusbílum í heiminum fer nú stórvaxandi og gott gengi þeirra allra í fyrra er til vitnis um það.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent