Körfubolti

Drekarnir léku án Hlyns og töpuðu lokaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson lék í stað Hlyns Bæringssonar.
Ragnar Nathanaelsson lék í stað Hlyns Bæringssonar. Vísir/Daníel
Hlynur Bæringsson lék ekki með Sundsvall Dragons þegar liðið tapaði með 19 stiga mun á útivelli á móti Borås Basket í lokaumferð sænsku deildarkeppninnar í körfubolta í kvöld.

Borås Basket vann leikinn 98-79 og tryggði sér annað sætið í deildinni en Södertälje Kings er deildarmeistari eftir sigur í hreinum úrslitaleik á móti Norrköping Dolphins í kvöld.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig og tók 6 fráköst fyrir Sundsvall Dragons, Ragnar Nathanaelsson var með 10 stig og 7 fráköst á 24 mínútum og Ægir Þór Steinarsson skoraði 6 stig og gaf 4 stoðsendingar.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 6 stig og 5 fráköst á 18 mínútum þegar Solna Vikings vann tólf stiga heimasigur á Umeå BSKT, 84-72. Solna endaði í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×