Körfubolti

Sigrún og félagar tryggðu sér heimavallarréttinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigrún Sjöfn í leik með KR.
Sigrún Sjöfn í leik með KR. Vísir/Stefán
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spilaði í rúmar 23 mínútur í sigri Norköpping Dolphins gegn Mark í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 63-53 sigur Norrköping.

Mark byrjaði betur og leiddi meðal annars 19-7 eftir fyrsta leikhlutann og 34-24 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru höfrungarnir sterkari og þá sérstaklega í fjórða leikhlutanum, en þann leikhluta unnu þær 26-9.

Lokatölur eins og áður segir 63-53 sigur Norrköping, en Sigrún Sjöfn skoraði tvö stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Norrköping endar tímabilið í fjórða sæti, en þessi sömu lið mætast í úrslitakeppninni því Mark endaði í fimmta sætinu. Leikurinn í dag var því upp á heimavallarréttinn og Sigrún og félagar tryggðu sér hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×