Golf

Ryan Moore efstur fyrir lokahringinn í Flórída

Ryan Moore einbeittur á þriðja hring í kvöld
Ryan Moore einbeittur á þriðja hring í kvöld Getty
Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore leiðir eftir þrjá hringi á Valspar Championship sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída en hann er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Í öðru sæti er Jordan Spieth á átta höggum undir pari en hann hefur leikið mjög stöðugt golf um helgina eins og honum einum er lagið.

Moore hefur sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á ferlinum og ætti því að hafa reynsluna til þess að gera atlögu að titlinum á morgun en hann er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum og mjög óhefðbundna sveiflu.

Nokkur stór nöfn gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum ef Moore og Spieth standast ekki pressuna á morgun en Henrik Stenson, Patrick Reed og Matt Kuchar eru allir á fimm höggum undir pari.

Lokahringurinn ætti því að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×