„Í afneitun um hvað þetta er glatað ástand“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2015 18:00 Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Vísir Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara." Veður Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara."
Veður Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein