Körfubolti

Axel vann í lokaumferðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
MYND/HEIMASÍÐA BC AARHUS
Værlöse vann í kvöld uppgjör tveggja neðstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í lokaumferð deildarkeppninnar, er liðið hafði betur gegn Aalborg Vikings, 81-69.

Axel Kárason skoraði sex stig fyrir Værlöse sem endaði tímabilið með fjórtán stig en Álaborgarliðið varð neðst með sex stig.

Liðin mætast nú í umspili um hvort liðið fellur úr dönsku úrvalsdeildinni en þrjá sigra þarf til að vinna einvígið. Þessi lið höfnuðu í níunda og tíunda sæti deildarinnar en efstu átta liðin komust í úrslitakeppnina.

Axel tók einnig sex fráköst og gaf eina stoðsendingu en hann spilaði nánast allan leikinn fyrir Værlöse.

Svendborg Rabbits, sem landsliðsþjálfarinn Craig Pederson þjálfar, hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á Randers Cimbria í kvöld, 85-82.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×