Bílasala í Evrópu upp um 7% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:20 Ný kynslóð Volkswagen Passat hjálpaði mikið til við góðan vöxt hjá Volkswagen. Sala bíla í Evrópu hélt áfram að vaxa í síðasta mánuði líkt og í janúar. Salan í febrúar var 7% meiri en árið á undan og er salan samtals á árinu 6,6% meiri en í fyrra. Til loka febrúar hafa 1,99 milljón bíla selst í Evrópu. Þessi vöxtur nú er talsvert meiri en spáð hafði verið fyrir upphaf ársins, en margir höfðu spáð 2-3% vexti í ár. Nú hallast menn frekar að því að vöxturinn verði um 5%. Vel gekk að selja hjá Volkswagen bílafjölskyldunni og þar varð 11% vöxtur. Mjög vel gekk hjá Seat sem jók söluna um 23% en hjá Volkswagen merkinu sjálfu var vöxturinn 11%. Skoda jók söluna um 8%. Gangur frönsku bílaframleiðandanna var ólíkur, en Renault sá 14% vöxt í sölu en PSA/Peugeot-Citroën aðeins 1%. Fiat náði 5,1% vexti en góða sala Jeep bíla skapaði 11% vöxt hjá Fiat Chrysler Automobiles. Sala Opel jókst um 6%, Ford um 6,8%, Nissan um 27%, Toyota um 7%, Kia um 6% en sala Hyundai bíla stóð í stað á milli ára. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sala bíla í Evrópu hélt áfram að vaxa í síðasta mánuði líkt og í janúar. Salan í febrúar var 7% meiri en árið á undan og er salan samtals á árinu 6,6% meiri en í fyrra. Til loka febrúar hafa 1,99 milljón bíla selst í Evrópu. Þessi vöxtur nú er talsvert meiri en spáð hafði verið fyrir upphaf ársins, en margir höfðu spáð 2-3% vexti í ár. Nú hallast menn frekar að því að vöxturinn verði um 5%. Vel gekk að selja hjá Volkswagen bílafjölskyldunni og þar varð 11% vöxtur. Mjög vel gekk hjá Seat sem jók söluna um 23% en hjá Volkswagen merkinu sjálfu var vöxturinn 11%. Skoda jók söluna um 8%. Gangur frönsku bílaframleiðandanna var ólíkur, en Renault sá 14% vöxt í sölu en PSA/Peugeot-Citroën aðeins 1%. Fiat náði 5,1% vexti en góða sala Jeep bíla skapaði 11% vöxt hjá Fiat Chrysler Automobiles. Sala Opel jókst um 6%, Ford um 6,8%, Nissan um 27%, Toyota um 7%, Kia um 6% en sala Hyundai bíla stóð í stað á milli ára.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira