700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 13:14 Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira