Mini Superleggera verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 15:49 Mini Superleggera Vision Concept. Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent
Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent