Körfubolti

Ragnar: Hvað er ég að gera hérna!

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu.
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu.
Ragnar Nathanaelsson kom ekkert við sögu er Sundsvall Dragons vann góðan sigur á LF Basket í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

„Glæsilegur sigur hjá mínum mönnum en hvað í ósköpunum er ég að gera hérna!“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína eftir leikinn.

Ragnar er einn fjögurra Íslendinga í liði Sundsvall Dragons en hann hefur takmarkað fengið að spila með liðinu á tímabilinu. Hann kom við sögu í 30 af 34 leikjum í deildarkeppninni og spilaði að meðaltali tæpar átta mínútur í leik.

Ragnar skoraði í vetur 2,4 stig að meðaltali í leik og tók 2,5 fráköst að meðaltali.


Tengdar fréttir

Drekarnir byrjuðu á sigri

Úrslitakeppnin byrjaði á Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×