Körfubolti

Flottur leikur hjá Sigrúnu í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigrún í leik með KR.
Sigrún í leik með KR. Vísir/Stefán
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti góðan leik fyrir Norrköping Dolhins í öruggum sigri liðsins IK Eos í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 69-43.

Norrköping lagði grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik, en þær unnu fyrsta leikhlutann 19-6 og svo þann næst 26-15. Staðan í hálfleik því 45-21.

Eftirleikurinn því auðveldur fyrir Norrköping sem unnu að lokum 26 stiga sigur, 69-43.

Sigrún Sjöfn spilaði í rúmar 23 mínútur, skoraði fjórtán stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim tíma sem hún spilaði. Hún var næst stigahæst.

Norrköping Dolphins er í fjórða sæti deildarinnar, en Eos er í því níunda. Norrköping unnið átta af síðustu tíu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×