Emilía Rós sló stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2015 23:00 Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum. Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum.
Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira