Mörg hundruð manns vinna að þróun Apple bíls Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 11:30 Hugmyndabíll frá Apple. Samkvæmt fréttum frá Wall Street Journal er bíll frá tölvuframleiðandanum Apple á leiðinni og sagt er að mörg hundruð manns vinni að þessu verkefni hjá Apple. Þessi bíll er, eins og eðlilegt gæti talist, rafmagnsbíll og hefur verkefni kringum smíði hans fengið nafnið Project Titan. Bíllinn er í laginu eins og smár sendibíll, eða „strumpastrætó“, eins og gárungarnir myndu kalla hann. Ef að líkum lætur yrði hann þó örugglega jafn frumlega hannaður og aðrar vörur frá Apple. Apple hefur ráðið nokkra reynda menn úr bílageiranum til að leiða verkefnið og fer verkfræðingurinn Steve Zadesky, sem áður vann hjá Ford, fyrir hópnum. Apple réð einnig Johann Jungwirth frá Mercedes Benz til verksins. Apple hefur nú hafið viðræður við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um eiginlega smíði bílsins, en Magna Steyr er þekkt fyrir að hafa smíðað margan bílinn fyrir þekkta bílaframleiðendur, ekki síst blæjubíla, sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í. Sögusagnir herma að Apple hafi undanfarið tælt nokkra af starfmönnum Tesla til sín með bæði tvöföldun launa og undirskriftarbónus upp 250.000 dollara, eða ríflega 33 milljónir króna. Það eiga nokkrir þeirra ekki hafa staðist og því hefur nokkur straumur starfsfólks verið frá Tesla til Apple undanfarið. Oft áður hafa fréttir verið færðar af hugmyndum Apple að smíða svokallaðan iCar, en nú virðist svo komið að styttast fer í bíl frá Apple, hvort sem hann mun fá heitið iCar eður ei. Tækni Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent
Samkvæmt fréttum frá Wall Street Journal er bíll frá tölvuframleiðandanum Apple á leiðinni og sagt er að mörg hundruð manns vinni að þessu verkefni hjá Apple. Þessi bíll er, eins og eðlilegt gæti talist, rafmagnsbíll og hefur verkefni kringum smíði hans fengið nafnið Project Titan. Bíllinn er í laginu eins og smár sendibíll, eða „strumpastrætó“, eins og gárungarnir myndu kalla hann. Ef að líkum lætur yrði hann þó örugglega jafn frumlega hannaður og aðrar vörur frá Apple. Apple hefur ráðið nokkra reynda menn úr bílageiranum til að leiða verkefnið og fer verkfræðingurinn Steve Zadesky, sem áður vann hjá Ford, fyrir hópnum. Apple réð einnig Johann Jungwirth frá Mercedes Benz til verksins. Apple hefur nú hafið viðræður við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um eiginlega smíði bílsins, en Magna Steyr er þekkt fyrir að hafa smíðað margan bílinn fyrir þekkta bílaframleiðendur, ekki síst blæjubíla, sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í. Sögusagnir herma að Apple hafi undanfarið tælt nokkra af starfmönnum Tesla til sín með bæði tvöföldun launa og undirskriftarbónus upp 250.000 dollara, eða ríflega 33 milljónir króna. Það eiga nokkrir þeirra ekki hafa staðist og því hefur nokkur straumur starfsfólks verið frá Tesla til Apple undanfarið. Oft áður hafa fréttir verið færðar af hugmyndum Apple að smíða svokallaðan iCar, en nú virðist svo komið að styttast fer í bíl frá Apple, hvort sem hann mun fá heitið iCar eður ei.
Tækni Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent