Handbolti

Atli Ævar frábær í tapleik Guif

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Ævar var frábær.
Atli Ævar var frábær. vísir
Atli Ævar Ingólfsson átti stórleik fyrir Guif frá Ekilstuna þegar liðið tapaði, 31-25, fyrir Redbergslids á útivelli, 31-25 í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Heimamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og Guif náði aldrei að minnka muninn niður í meira en sex mörk.

Með sigri hefði Guif, sem Kristján Andrésson þjálfara, komist upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar. Það er í þriðja sæti með 32 stig, stigi á eftir Alingsås.

Atli Ævar Ingólfsson, línumaðurinn öflugi, var frábær í liði Guif og skoraði átta mörk. Hann nýtti öll fimm færin sín á línunni og skoraði úr þremur af fjórum vítaköstunum sem hann tók.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot í marki Guif og var með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×