Áræðinn vísundur Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 09:35 Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent
Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent