Tók 23 punda sjóbirting í Rio Grande Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2015 10:58 Kristján með birtinginn stóra Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði