Íslandsmótið í kata fullorðinna fór fram í dag. Mótið var haldið í Hagaskóla og var umsjón þess í höndum karatefélagsins Þórshamars.
Svipmyndir frá mótinu og viðtöl við sigurvegara má sjá í spilaranum hér að ofan.
Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki varð hluskörpust í kvennaflokki en hún vann sigur á stöllu sinni úr Breiðabliki, Kristínu Magnúsdóttur.
Í karlaflokki stóð Elías Snorrason, KFR, uppi sem sigurvegari en þetta var í þriðja sinn sem hann verður Íslandsmeistari.
Breiðablik sigraði í hópkata kvenna og karlamegin varð Þórshamar hlutskarpastur. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð Þórshamar uppi sem sigurvegari. Félagið fékk 17 stig, fjórum meira en Breiðablik.
Úrslit dagsins:
Kata kvenna:
1.Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
2.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
3.Hekla Helgadóttir, Þórshamar
3.María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
Kata karla:
1.Elías Snorrason, KFR
2.Bogi Benediktsson, Þórshamar
3.Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar
3.Sverrir Magnússon, KFR
Hópkata kvenna:
1.Breiðablik, Katrín, Kristín, Svana Katla
2.Þórshamar, Diljá, Hekla, María Helga
3.Breiðablik, Arna Katrín, Erla Kristín, Laufey Lind
Hópkata karla:
1.Þórshamar, Bogi, Daníel P.,Sæmundur
2.KFR, Elías, Sverrir, Vilhjálmur
3.Þórshamar, Birkir, Brynjar Marinó, Magnús
Heildarstig félaga:
1.Þórshamar, 17 stig
2.Breiðablik, 13 stig
3.KFR, 8 stig
Íslandsmótið í kata fór fram í dag | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar