Dóttir Muhammad Ali: Ég myndi vinna Rondu Rousey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2015 17:07 Ronda Rousey og Laila Ali. Vísir/Getty Ronda Rousey er algjörlega óstöðvandi í hringnum þessa dagana en það er þó ein heimsfræg bardagakona sem treystir sér að vinna hana. Það er reyndar einn hængur á. Laila Ali er boxari eins og faðir sinn, Muhammad Ali, og hún vann alla 24 bardaga sína á ferlinum (frá 1999 til 2007) þar af 21 þeirra með rothöggi. Ronda Rousey er stærsta bardagakona heims í dag enda virðist engin kona eiga möguleika í hana í UFC-keppni kvenna. Rousey hefur lýst því yfir að hún gæti unnið karla í sínum þyngdarflokki og hún er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi. Fréttamenn TMZ notuðu tækifærið og spurðu Laila Ali út í Rousey þegar þeir hittu hana á dögunum. Hvor myndi vinna? „Þetta er spurning sem ég ætla ekki að svara því ég er ekki UFC-bardagakona og hún er ekki boxari," byrjaði Laila Ali en stóðst síðan ekki freistinguna. „Engin kona í heimi getur unnið mig. Punktur," sagði Laila Ali. Ekki einu sinni Rousey? „Auðvitað ekki. Hún er miklu minni en ég hvort sem er. Hún er eins og þriggja ára dóttir mín," sagði Laila Ali og það efast enginn að hún sé dóttir Muhammad Ali. Vandamálið er hinsvegar að Laila Ali er búinn að setja boxhanskana upp á hillu og er ekkert að fara snúa aftur í hringinn. Það verður því ekkert af bardaga þeirra eins og hún talar sjálf um á twitter hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá viðtalið hjá TMZ.Laila Ali -- I Can Beat Ronda Rousey ... 'She's Too Small' - Watch More Celebrity Videos or Subscribe Íþróttir Tengdar fréttir Rousey leikur í Entourage og The Fast and the Furious 7 Það er brjálað að gera hjá Rondu Rousey en hún leikur í hverri myndinni á fætur annarri á milli þess sem hún snýr niður andstæðinga sína í búrinu á nokkrum sekúndum. 3. mars 2015 14:30 Ein besta íþróttakona heims | Hver er Ronda Rousey? Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. 2. mars 2015 13:00 Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt. 1. mars 2015 15:00 Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn. 6. mars 2015 13:00 Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn. 6. mars 2015 16:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Ronda Rousey er algjörlega óstöðvandi í hringnum þessa dagana en það er þó ein heimsfræg bardagakona sem treystir sér að vinna hana. Það er reyndar einn hængur á. Laila Ali er boxari eins og faðir sinn, Muhammad Ali, og hún vann alla 24 bardaga sína á ferlinum (frá 1999 til 2007) þar af 21 þeirra með rothöggi. Ronda Rousey er stærsta bardagakona heims í dag enda virðist engin kona eiga möguleika í hana í UFC-keppni kvenna. Rousey hefur lýst því yfir að hún gæti unnið karla í sínum þyngdarflokki og hún er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi. Fréttamenn TMZ notuðu tækifærið og spurðu Laila Ali út í Rousey þegar þeir hittu hana á dögunum. Hvor myndi vinna? „Þetta er spurning sem ég ætla ekki að svara því ég er ekki UFC-bardagakona og hún er ekki boxari," byrjaði Laila Ali en stóðst síðan ekki freistinguna. „Engin kona í heimi getur unnið mig. Punktur," sagði Laila Ali. Ekki einu sinni Rousey? „Auðvitað ekki. Hún er miklu minni en ég hvort sem er. Hún er eins og þriggja ára dóttir mín," sagði Laila Ali og það efast enginn að hún sé dóttir Muhammad Ali. Vandamálið er hinsvegar að Laila Ali er búinn að setja boxhanskana upp á hillu og er ekkert að fara snúa aftur í hringinn. Það verður því ekkert af bardaga þeirra eins og hún talar sjálf um á twitter hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá viðtalið hjá TMZ.Laila Ali -- I Can Beat Ronda Rousey ... 'She's Too Small' - Watch More Celebrity Videos or Subscribe
Íþróttir Tengdar fréttir Rousey leikur í Entourage og The Fast and the Furious 7 Það er brjálað að gera hjá Rondu Rousey en hún leikur í hverri myndinni á fætur annarri á milli þess sem hún snýr niður andstæðinga sína í búrinu á nokkrum sekúndum. 3. mars 2015 14:30 Ein besta íþróttakona heims | Hver er Ronda Rousey? Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. 2. mars 2015 13:00 Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt. 1. mars 2015 15:00 Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn. 6. mars 2015 13:00 Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn. 6. mars 2015 16:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Rousey leikur í Entourage og The Fast and the Furious 7 Það er brjálað að gera hjá Rondu Rousey en hún leikur í hverri myndinni á fætur annarri á milli þess sem hún snýr niður andstæðinga sína í búrinu á nokkrum sekúndum. 3. mars 2015 14:30
Ein besta íþróttakona heims | Hver er Ronda Rousey? Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. 2. mars 2015 13:00
Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt. 1. mars 2015 15:00
Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn. 6. mars 2015 13:00
Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn. 6. mars 2015 16:00