Stjórnendakrísa hjá Sinfó 22. febrúar 2015 16:31 Sigrún Eðvaldsdóttir er fiðluleikari á heimsmælikvarða og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vísr/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira