Sjálflýsandi Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 12:39 Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent