Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 19:54 Bílar ferðamannanna voru ansi illa leiknir eftir ofsaveðrið. Myndir/Jónína G. Aradóttir „Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48
Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30
Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14