SA Ásynjur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna í gær eftir 4-1 sigur á Birninum öðrum leik úrslitaeinvígisins sem var spilaður í Egilshöllinni.
Hin fimmtán ára Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir SA í leiknum en hin mörkin skoruðu þær Jónína Guðbjartsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir.
Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði fjögur mörk í 9-1 sigri SA í fyrsta leiknum og var því með sex mörk í tveimur leikjum úrslitaeinvígisins.
Ásynja hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur en þær fóru taplausar í gegnum allt tímabilið og unnu úrslitaeinvígið samtals 13-2.
Þetta er níunda árið í röð sem Skautafélag Akureyrar verður Íslandsmeistari kvenna í íshokkí og liðið hefur alls unnið fjórtán af sextán Íslandsmeistaratitlum frá upphafi.
Mörk/stoðsendingar SA í úrslitaeinvíginu:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 6/2
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Birna Baldursdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/2
Katrín Ryan 1/0
Jónína M. Guðbjartsdóttir 1/3
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/2
Ásynjur Íslandsmeistarar níunda árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
