Handbolti

Löwen framlengir við Jacobsen

Jacobsen á hliðarlínunni hjá Löwen.
Jacobsen á hliðarlínunni hjá Löwen. vísir/getty
Forráðamenn Rhein-Neckar Löwen eru hæstánægðir með arftaka Guðmundar Guðmundssonar hjá félaginu.

Daninn Nikolaj Jacobsen tók við starfinu af Guðmundi síðasta sumar og hefur staðið sig gríðarlega vel.

Löwen missti af titlinum síðasta vetur á grátlegan hátt og undir stjórn Jacobsen hefur liðið haldið sig á toppnum. Það berst þar við Kiel og er enn í Meistaradeildinni.

Jacobsen var með samning til ársins 2016 en nú er búið að framlengja hann um ár og eflaust hækka launin hjá þjálfaranum líka.

Daninn var pínu óskrifað blað er hann tók við Löwen enda aldrei þjálfað utan Danmerkur. Hann hefur sannað að hann ræður vel við starfið.

Landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson spila með Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×