Nissan Leaf besti smábíllinn að mati IHS Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 12:58 Nissan Leaf. Alþjóðlega greiningarfyrirtækið IHS í Bandaríkjunum útnefndi Nissan Leaf besta smábílinn 2014 í árlegri skýrslu um tryggð bíleigenda við framleiðendur og bílgerðir. Skýrslan nefnist Polk Automotive Loyalty Awards er sú eina sinnar tegundar í boði fyrir alþjóðlegan bílaiðnað. Greint var frá niðurstöðum útnefninga IHS í fjölmörgum flokkum á alþjóðlegu bílasýningunni í Detrait, en athygli vakti að Nissan Leaf var jafnframt eini rafmagnsbíllinn sem tilnefndur var af hálfu IHS. Nissan Leaf hefur átt mikilli velgengni að fagna á öllum helstu mörkuðum heims síðan hann fór í fjöldaframleiðslu og sölu um allan heim. Í Bandaríkjunum seldust á síðasta ári 30.200 bílar og er Nissan Leaf fyrsti rafmagnsbíllinn á Bandaríkjamarkaði sem selst hefur í meira en 30 þúsundum eintaka á einu ári.Innrétting Nissan Leaf. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent
Alþjóðlega greiningarfyrirtækið IHS í Bandaríkjunum útnefndi Nissan Leaf besta smábílinn 2014 í árlegri skýrslu um tryggð bíleigenda við framleiðendur og bílgerðir. Skýrslan nefnist Polk Automotive Loyalty Awards er sú eina sinnar tegundar í boði fyrir alþjóðlegan bílaiðnað. Greint var frá niðurstöðum útnefninga IHS í fjölmörgum flokkum á alþjóðlegu bílasýningunni í Detrait, en athygli vakti að Nissan Leaf var jafnframt eini rafmagnsbíllinn sem tilnefndur var af hálfu IHS. Nissan Leaf hefur átt mikilli velgengni að fagna á öllum helstu mörkuðum heims síðan hann fór í fjöldaframleiðslu og sölu um allan heim. Í Bandaríkjunum seldust á síðasta ári 30.200 bílar og er Nissan Leaf fyrsti rafmagnsbíllinn á Bandaríkjamarkaði sem selst hefur í meira en 30 þúsundum eintaka á einu ári.Innrétting Nissan Leaf.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent