Sköflungurinn fór í sundur í bílslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 15:15 Hafsteinn Ægir Geirsson verður í gipsi næstu vikurnar. vísir/ernir/facebook Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook
Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira