1.090 hestafla rafmagnsbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 15:23 Quant F er sportlegur ofurrafbíll. Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði. Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent
Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði.
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent