Fjórði mánuður Volkswagen með minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 10:29 Ein af samsetningarverksmiðjum Volkswagen. Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent