Handbolti

Vignir markahæstur en liðið hans tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Vísir/Eva Björk
Vignir Svavarsson og félagar hans í HC Midtjylland fóru stigalausir heim frá Álaborg í kvöld eftir þriggja marka tap fyrir AaB Håndbold, 23-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Íslenski landsliðslínumaðurinn átti mjög góðan leik, skoraði 5 mörk úr 6 skotum og var bara rekinn einu sinni útaf í tvær mínútur. Vignir nýtti meðal annars fimm fyrstu skotin sín í leiknum.  

HC Midtjylland hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir HM-fríið eftir að hafa unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á árinu 2014.

Slök byrjun var ekki að hjálpa til en AaB Håndbold skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins, náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddi 9-6 í hálfleik. AaB Håndbold var með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og vann nokkuð öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×