Körfubolti

Ekkert gengur hjá Jón Arnóri og félögum í Euroleague

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta hefur væntanlega verið villa á Jón Arnór Stefánsson.
Þetta hefur væntanlega verið villa á Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Getty
Unicaja Málaga tapaði í kvöld með fimm stiga mun á útivelli á móti Laboral Kutxa, 79-74, í uppgjöri tveggja spænskra liða í F-riðli í Euroleague, Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.

Jón Arnór Stefánsson var með 5 stig á 12 mínútum í leiknum en hann var með 3 tapaða bolta og hitti úr 2 af 4 skotum sínum.

Það hefur lítið gengið hjá Unicaja Málaga í keppni sextán bestu liðanna í Euroleague en liðið hefur tapað sex af fyrstu sjö leikjum sínum í riðlinum.

Litháinn Mindaugas Kuzminskas var stigahæstur í liðinu með tólf stig en Grikkinn Kostas Vasileiadis og Úrúgvæmaðurinn Jayson Granger skoruðu báðir 11 stig.

Laboral Kutxa vann fyrsta leikhlutann 27-21 og var þremur stigum yfir í hálfleik, 44-41.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×