Einar Kristinn Kristgeirsson endaði í 48. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum sem fer fram þessa dagana í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum.
Einar Kristinn var með 55. besta tímann í fyrri ferðinni og 47. besta tímann í seinni ferðinni en átta skíðamenn sem komust í seinni ferðina náðu ekki að klára.
Einar Kristinn gerði þar með betur en Helga María Vilhjálmsdóttir sem náði 56. sæti í stórsvigi kvenna í gær.
Einar Kristinn fór tíu sekúndubrotum hraðar í seinni ferðinni en í þeirri fyrri. Hann fór báðar ferðirnar samanlagt á 2:49.60 mínútum sem þýðir að hann var 15,44 sekúndum á eftir heimsmeistaranum Ted Ligety frá Bandaríkjunum.
Ted Ligety tryggði sér gullið með frábærri seinni ferð en hann var í fimmta sætinu eftir fyrri ferðina.
Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher, sem var fyrstur eftir fyrri ferðina varð að sætta sig silfur og Frakkinn Alexis Pinturault tók bronsið.
Einar Kristinn í 48. sæti í stórsvigi á HM

Tengdar fréttir

Helga María í 60. sæti í fyrri ferð í stórsvigi á HM
Helga María Vilhjálmsdóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna í stórsvigi á HM í alpagreinum í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum en fyrri ferðinni er nú lokið.

Frábær endakafli hjá Einari Kristni - komst í seinni ferðina
Einar Kristinn Kristgeirsson náði 55. sæti í fyrri ferð í stórsvigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. Einar Kristinn tryggði sér þar með aðra ferð seinna í kvöld.

Helga María hafnaði í 56. sæti í stórsvigi
Freydís Halla og Erla komust ekki í seinni ferðina í stórsviginu á HM í alpagreinum.