Fjarvera Tyson-Thomas kom ekki að sök Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2015 18:04 Ingunn Embla Kristínardóttir og stöllur hennar komust aftur á sigurbraut í dag. vísir/vilhelm Keflavík komst aftur á sigurbraut í Domino's deild kvenna í körfubolta þegar liðið lagði Hamar að velli í TM-höllinni í Keflavík, 69-54. Keflavík er enn í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Snæfells á meðan Hamar situr í 6. sætinu með 10 stig. Keflavík lék án Carmen Tyson-Thomas og Birnu Valgarðsdóttur í dag en það kom ekki að sök. Bryndís Guðmundsdóttir átti sinn besta leik frá því hún sneri aftur í lið Keflavíkur en hún skoraði 20 stig og tók átta fráköst. Sandra Lind Þrastardóttir átti einnig afbragðs leik með 19 stig, 11 fráköst, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Sandra hefur ekki skorað fleiri stig í deildarleik í vetur. Þá skilaði Hallveig Jónsdóttir 15 stigum og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig og tók sjö fráköst, þótt skotnýting hennar hafi verið slæm (21,1%). Aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 14-13, en í leikhluta númer tvö stigu heimastúlkur á bensíngjöfina og þær leiddu með átta stigum í hálfleik, 32-24. Því forskoti náðu gestirnir úr Hveragerði aldrei að ógna að neinu ráði í seinni hálfleik. Keflavíkurstúlkur sigldu sigrinum örugglega í höfn og unnu að lokum með 15 stigum, 69-54. Sydnei Moss stóð upp úr í liði Hamars með 19 stig og níu fráköst en Hvergerðingar skoruðu aðeins 16 inni í teig í leiknum í dag. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Önnur kæra á leikmann kvennaliðs Keflavíkur Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, hefur verið kærð fyrir framferði sitt í viðureign Vals og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna um helgina. 9. febrúar 2015 20:30 Ingunn Embla dæmd í tveggja leikja bann Kvennalið Keflavíkur verður án leikstjórnanda síns Ingunnar Emblu Kristínardóttur í næstu tveimur leikjum liðsins en hún hefur verið dæmd í tveggja leikja bann. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. 4. febrúar 2015 14:24 Valur og KR með mikilvæga sigra Valur og KR unnu öfluga sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta, en tveimur leikjum af þremur er lokið í dag. 14. febrúar 2015 16:02 Toppliðið í engum vandræðum með botnliðið Snæfell átti í engum vandræðum með Breiðablik í Dominos-deild kvenna í dag. 14. febrúar 2015 16:22 Tyson-Thomas rifbeinsbrotin og missir líklega af bikarúrslitunum Stjórnarmaður Keflavíkur ósáttur við "tæklingu“ Taleyu Mayberry. 9. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Keflavík komst aftur á sigurbraut í Domino's deild kvenna í körfubolta þegar liðið lagði Hamar að velli í TM-höllinni í Keflavík, 69-54. Keflavík er enn í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Snæfells á meðan Hamar situr í 6. sætinu með 10 stig. Keflavík lék án Carmen Tyson-Thomas og Birnu Valgarðsdóttur í dag en það kom ekki að sök. Bryndís Guðmundsdóttir átti sinn besta leik frá því hún sneri aftur í lið Keflavíkur en hún skoraði 20 stig og tók átta fráköst. Sandra Lind Þrastardóttir átti einnig afbragðs leik með 19 stig, 11 fráköst, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Sandra hefur ekki skorað fleiri stig í deildarleik í vetur. Þá skilaði Hallveig Jónsdóttir 15 stigum og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig og tók sjö fráköst, þótt skotnýting hennar hafi verið slæm (21,1%). Aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 14-13, en í leikhluta númer tvö stigu heimastúlkur á bensíngjöfina og þær leiddu með átta stigum í hálfleik, 32-24. Því forskoti náðu gestirnir úr Hveragerði aldrei að ógna að neinu ráði í seinni hálfleik. Keflavíkurstúlkur sigldu sigrinum örugglega í höfn og unnu að lokum með 15 stigum, 69-54. Sydnei Moss stóð upp úr í liði Hamars með 19 stig og níu fráköst en Hvergerðingar skoruðu aðeins 16 inni í teig í leiknum í dag.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Önnur kæra á leikmann kvennaliðs Keflavíkur Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, hefur verið kærð fyrir framferði sitt í viðureign Vals og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna um helgina. 9. febrúar 2015 20:30 Ingunn Embla dæmd í tveggja leikja bann Kvennalið Keflavíkur verður án leikstjórnanda síns Ingunnar Emblu Kristínardóttur í næstu tveimur leikjum liðsins en hún hefur verið dæmd í tveggja leikja bann. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. 4. febrúar 2015 14:24 Valur og KR með mikilvæga sigra Valur og KR unnu öfluga sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta, en tveimur leikjum af þremur er lokið í dag. 14. febrúar 2015 16:02 Toppliðið í engum vandræðum með botnliðið Snæfell átti í engum vandræðum með Breiðablik í Dominos-deild kvenna í dag. 14. febrúar 2015 16:22 Tyson-Thomas rifbeinsbrotin og missir líklega af bikarúrslitunum Stjórnarmaður Keflavíkur ósáttur við "tæklingu“ Taleyu Mayberry. 9. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Önnur kæra á leikmann kvennaliðs Keflavíkur Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, hefur verið kærð fyrir framferði sitt í viðureign Vals og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna um helgina. 9. febrúar 2015 20:30
Ingunn Embla dæmd í tveggja leikja bann Kvennalið Keflavíkur verður án leikstjórnanda síns Ingunnar Emblu Kristínardóttur í næstu tveimur leikjum liðsins en hún hefur verið dæmd í tveggja leikja bann. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. 4. febrúar 2015 14:24
Valur og KR með mikilvæga sigra Valur og KR unnu öfluga sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta, en tveimur leikjum af þremur er lokið í dag. 14. febrúar 2015 16:02
Toppliðið í engum vandræðum með botnliðið Snæfell átti í engum vandræðum með Breiðablik í Dominos-deild kvenna í dag. 14. febrúar 2015 16:22
Tyson-Thomas rifbeinsbrotin og missir líklega af bikarúrslitunum Stjórnarmaður Keflavíkur ósáttur við "tæklingu“ Taleyu Mayberry. 9. febrúar 2015 15:00