Framtíðarútlit Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 10:22 Audi Prologue Avant. Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira