Lada Sport með V8 Ferrari vél Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 17:20 Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari. Bílar video Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari.
Bílar video Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent